Golfheimur.wordpress.com


MIKKI REFUR FÆR NÝJA DRIVERINN SAMÞYKKTAN
4.2.2009, 1:18 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR

Phil Mickelson hefur enn ekki notað nýjasta Callaway FT-9 driverinn í móti vegna þess að útgáfan hans hefur ekki fengið samþykki hjá USGA, en það breyttist loks í gær. Örvhenti FT-9 hausinn sem Phil notar er ólíkur öðrum af því leitinu til að hann er með „hosel“, sem þýddi það að USGA þurfti að skoða hann sérstaklega. Phil segir að slæmu höggin sín með FT-9 séu miklu betri en með eldri FT-5 drivernum.

Mickelson skipti úr Project X sköftum í járnunum sínum yfir í KBS Tour sköft í vetur. Hann mætti líka með nýtt skaft í drivernum í FBR open, kominn í Accra XE80 skaft, en hafði áður notað Mitsubishi Diamana lengi. Kauði er einnig byrjaður að nota GolfPride New Decade MultiCompound grip, en hefur notað Royal Grip Sand Wrap gripin mjög lengi. Allar þessar merkilegu nýjungar og hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í FBR open. Dave Pelz hefur enn trú á sínum manni og heldur fram að hann eigi eftir að brillera í ár. Spurning hvort refurinn eigi eftir að dusta af sér ryðið og mæta sterkur í Buick Invitational.

.

Auglýsingar


FLAIR HAIR – BYLTING Í GOLFI!
30.1.2009, 6:43 e.h.
Filed under: SPRELL&MAGNAÐ
FALLEGIR LOKKAR

FALLEGIR LOKKAR


http://www.flairhair.com

Smelltið á linkinn og kynnið ykkur byltingu í tísku. Stórkostlegt fyrir þá sem vilja líta út eins og Ian Poulter allt árið en ætla að spara í kreppunni.MJÖG KÓMÍSKAR GOLF VIDEO KLIPPUR
28.1.2009, 4:58 e.h.
Filed under: SPRELL&MAGNAÐ

HRESSING 1

HRESSING 2

HRESSING 3TAYLORMADE R9 SIGRAR Í SÍNU FYRSTA MÓTI
26.1.2009, 12:35 f.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Veni, vidi , vici – Pat Perez var með TaylorMade R9 í pokanum í Bob Hope Classis mótinu og sigraði með stæl. Setti m.a. 36 holna met þegar hann var 20 undir pari. Ekki slæm auglýsing fyrir TaylorMade, R9 landar sigri í sínu fyrsta móti. Ekki fylgdi þó sögunni hvaða pútter hann notaði, en hann var þó með fæst pútt í mótinu. Jafnan hefur hann notað Odyssey White Hot pútter.

Einnig voru Sergia Garcia, Darren Clarke og Paul McGinley að flengja R9 í Qatar Masters.SETTIÐ HANS ADAMS SCOTT TÝNIST
22.1.2009, 1:19 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR
ADAM SCOTT

ADAM SCOTT

Adam Scott, sem á titil að verja í Qatar Masters, mun ekki geta æft sig neitt fyrir mótið að þessu sinni, því að settið hans týndist á leiðinni frá Hawaii. Adam segist hafa púttað feikivel í Hawaii með glænýjum sérsmíðuðum pútter, og vonast því til að settið eigi eftir að skila sér fyrir mótið. Hann gékk völlinn í stað fyrir að taka æfingahring.

Qatar Masters er eitt stærsta mót ársins, einungis Major mótin, World Golf mótin og BMW PGA mótið eru gefa meiri stig á heimslistanum.TAYLORMADE R9 VÆNTANLEGUR
20.1.2009, 5:46 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR
R9

R9

Tuttugasta mars er væntanlegur R9 driverinn frá TaylorMade. Nú er ekki bara hægt að stilla þyngdarskrúfurnar heldur er líka hægt að breyta „face angle“ á drivernum, allt frá því að vera 2* opinn yfir í 2* lokaður. Stillingarnar eru þá orðnar 24 talsins, og segja þeir TaylorMade menn að það sé hægt að breyta fluginu um 75 yarda til hliðanna, á meðan R7 breytti því um 7-10 yarda. Eins og TaylorMade er einum lagið að þá láta þeir ekki eina týpu af 24 dræverum í einu duga, heldur verður líka TP útgáfa með öðrum sköftum.

HÉR má sjá fleiri myndir af þessum svimandi flókna flengivendi.TADD FUJIKAWA STENDUR SIG Á SONY OPEN
18.1.2009, 1:05 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR
HOBBITINN FRÁ HAWAII

HOBBITINN FRÁ HAWAII

Heimamaðurinn Tadd Fujikawa spilaði á 62 höggum á þriðja degi í Sony Open á Hawaii og er co-leader eins og er. Fujikawa náði niðurskurðinum á Sony Open í Hawai fyrir tveimur árum og var þar með næst yngsti kylfingurinn til að ná niðurskurð í sögu toursins, nýorðinn sextán ára. Hann er er minnsti keppandinn í Sony mótinu núna, eins og oftast þegar hann tekur þátt, 155cm á hæð. Smæð hans er að hluta til vegna þess að hann fæddist þrem mánuðum of fljótt.

Fujikawa hefur líka mikið verið í fjölmiðlum vegna þeirra leiðinda að pabbi hans, Derrick Fujikawa, var tekinn í fyrra með eiturlyf og hefur lengi glímt við fíkniefnavandamál.