Golfheimur.wordpress.com


TAYLORMADE R9 SIGRAR Í SÍNU FYRSTA MÓTI
26.1.2009, 12:35 f.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Veni, vidi , vici – Pat Perez var með TaylorMade R9 í pokanum í Bob Hope Classis mótinu og sigraði með stæl. Setti m.a. 36 holna met þegar hann var 20 undir pari. Ekki slæm auglýsing fyrir TaylorMade, R9 landar sigri í sínu fyrsta móti. Ekki fylgdi þó sögunni hvaða pútter hann notaði, en hann var þó með fæst pútt í mótinu. Jafnan hefur hann notað Odyssey White Hot pútter.

Einnig voru Sergia Garcia, Darren Clarke og Paul McGinley að flengja R9 í Qatar Masters.

Auglýsingar


TAYLORMADE R9 VÆNTANLEGUR
20.1.2009, 5:46 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR
R9

R9

Tuttugasta mars er væntanlegur R9 driverinn frá TaylorMade. Nú er ekki bara hægt að stilla þyngdarskrúfurnar heldur er líka hægt að breyta „face angle“ á drivernum, allt frá því að vera 2* opinn yfir í 2* lokaður. Stillingarnar eru þá orðnar 24 talsins, og segja þeir TaylorMade menn að það sé hægt að breyta fluginu um 75 yarda til hliðanna, á meðan R7 breytti því um 7-10 yarda. Eins og TaylorMade er einum lagið að þá láta þeir ekki eina týpu af 24 dræverum í einu duga, heldur verður líka TP útgáfa með öðrum sköftum.

HÉR má sjá fleiri myndir af þessum svimandi flókna flengivendi.Er golfboltinn þinn skakkur?
11.1.2009, 3:57 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Fæstum hefur dottið í hug að þegar þeir klúðra pútti, að þá gæti það verið boltanum að kenna. Ástæðan er sú að golfboltar eru ekki alltaf í fullkomnu jafnvægi. Vegna þess að coverin, kjarninn og önnur lög í boltanum eru ekki af sama þunga og þéttleika, að þá verður boltinn úr jafnvægi ef eitthvað af þessu er ekki mótað nákvæmlega í miðjunni. Þetta á sérstaklega við ódýrari bolta, því dýrustu boltarnir fara í gegnum röntgen lýsingu til að tryggja að kjarninn sé í miðjunni, en það skal það þó ekki útiloka að þeir séu skakkir heldur.

BEINN BOLTI

BEINN BOLTI

Það er til góð og einföld aðferð til að sjá hversu gott jafnvægi er á boltanum þínum. Það eina sem þú þarft er lítið ílát, salt, heitt vatn og tússpenna. Byrjaðu á því að fylla ílátið af heitu vatni, settu golfboltann í, bættu við salti þangað til boltinn fer að fljóta(þarf talsvert magn). Snúðu boltanum og bíddu þar til hann er orðinn kyrrstæður, merktu þá hliðina sem stendur beint upp með tússinum. Snúðu þá boltanum aftur, og ef að sama hliðin sem þú merktir stendur aftur beint upp úr vatninu, þá er boltinn þinn skakkur. Ef að hann hrekkur fljótt upp á sömu hlið, að þá borgar sig ekki að spila þeim með bolta. Ef hann endar á sömu hliðinni en gerir það mjög hægt, púttaðu þá alltaf með punktinn sem þú tússaðir beint upp í loftið.

Robot-test hafa  margsýnt að “skakkir” golfboltar geta haft slæm áhrif á púttin. Ralph Maltby notar pútt róbotann til að sýna nemendunum sínum og atvinnumönnum sem koma í heimsókn þetta, kemur víst öllum mjög á óvart hversu skakkt slæmu boltarnir rúlla.
Vegna bakspunans í öðrum höggum en púttum þá „leiðréttir“ boltinn sig fljótt og snýst á rétta hlið, en flugið getur þó skekkst í byrjun með bolta úr jafnvægi.

HÉR má sjá myndband á netinu af meistara Ralph Maltby gera þetta bolta test.

Það er einnig hægt að nota gismóa eins og Sweet Spot Finder til að finna á hvaða hlið boltinn skal best snúa. Gallinn við þessa aðferð er að hún finnur þá hlið á öllum boltum, og segir manni því ekki til um hversu vel eða illa boltinn er balanseraður. Þeir boltar sem eru ónothæfir hegða sér eins og góðir boltar.Fimm nýir golfboltar
10.1.2009, 6:20 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR
5 NÝJIR BOLTAR

5 NÝJIR BOLTAR

Golf.com er umfjöllun með fimm nýjum golfboltum. Bridgestone, Nike, Callaway, Srixon og Wilson allir með glænýja bolta.
Srixon Z-Star boltinn hefur verið að gera það feikigott á tournum undanfarið. Vijay Singh, Tim Clark og Henrik Stenson allir búnir að landa sigri með honum.

Smelltu HÉR til að sjá grein.Afhverju golfbolti fer lengra í röku lofti en þurru
8.1.2009, 12:11 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Þéttleiki er reiknaður sem massi deildur með rúmmáli (m/V). Þéttleiki eykst af massi eykst og rúmmál er hið sama eða ef rúmmál minnkar og massi er sá sami.

Þéttleiki lofts breytist ef hitastig eða rakastig loftsins breytist. Þegar hitin eykst, þá þennst loftið út vegna meiri hreyfingar á atómunum og því minnkar þéttleikinn.

Magn raka í loftinu hefur líka áhrif á þéttleikann. Vatnsgufa er létt sem gas sambaborið við súrefnis sameind eða köfnunarefnis sameind. Því meiri sem rakinn er í lofti, því minna verður af súrefni og köfnunarefni í loftinu og því minnkar þéttleikinn vegna þess að massinn minnkar.

Súrefni og köfnunarefni eru tvö auðugustu frumefnin í veðrahvolfinu. Súrefni er með atómmassann 16 og köfnunarefni 14. Bæði þessi efni finnast í sameindarformi(O2 og N2) í veðrahvolfinu og er því sameindamassi súrefnis 32 og köfnunarefnis 28.

Vatnsgufa (H2O) er samansett úr einu súrefnis atómi og tveim vetnis atómum. Vetni er léttast allra frumefna með atómmassann 1 og súrefni 16, þannig að massi vatnsgufu er 1+1+16=18. Með atómmassann 18, þá er vatnsgufa léttari en súrefnis sameind(32) og köfnunarefnis sameind(28). Undir sama hita og skilyrðum, því meiri vatnsgufa sem kemur í stað fyrir hinar lofttegundirnar, því minni verður þéttleiki loftsins.

Fólk heldur oft að rakt loft sé þéttara en þurrt, aðalega vegna þess að það getur verið erfiðara að anda í mjög röku lofti, en staðreyndin er sú að þurrt loft er þéttara. Þetta veldur því að golfbolti fer ögn lengra í röku lofti en þurru. Hæð yfir sjávarmáli og hitastig hafa þó mun meiri áhrif en rakastigið.Golf Digest Hot List 2009 kominn á netið
5.1.2009, 5:11 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Mögnuð þróun Golf Digest Hot List 2009 kominn á netið. Alltaf verið ómerkilegt test, og enn verra núna. Núna passa þeir sig að hafa ekki einus inni brons verðlaun, svo að engir auglýsendur í blaðinu fari nú í fýlu. Ekki ein component kylfa í ár, bara kylfur frá stóru fyrirtækjunum(OEM). Þeir ætla að hafa sérstakt blað með boltatesti, ólíkt því í fyrra. Eflaust því að samkeppnisaðilinn í Golf Magazine var með mun betra robot test í fyrra. Ætli þeir reyni ekki að gera eitthvað svipað í ár. Skellti flottri mynd frá þeim hérna fyrir ofan. Mögnuð þróun.. minnir mig á þegar var hlegið af manni fyrir að mæta með Wilson Killer Whale, þótti þvílíkur hlemmur og ef ég man rétt var hann 275cc.

2009 Drivera Preview hjá Golf.com. Nokkrar myndir og umfjöllun um nýja drivera sem koma 2009 eða eru ný komnir.Skafta og bolta robot test. Callaway Tour ix besti boltinn.
30.12.2008, 10:57 f.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Þýsku meistararnir hjá golftime voru að setja á síðuna sína nýtt robot test með bolta og sköft. Þeir velja Callaway Tour ix sem besta boltann.

BOLTATEST 2008
SKAFTATEST 2008
Fínt að nota Babel Fish ef maður er ekki sleipur í þýskunni.