Golfheimur.wordpress.com


Daly í 6 mánaða banni á PGA tour
1.1.2009, 10:09 f.h.
Filed under: JOHN DALY FRÉTTIR
Jónatan Dalamaður

Jónatan Dalamaður

John Daly hamraði einu drævi af bjórdós í pro-am móti. Í öðru móti þá kom hann út eftir hlé vegna rigningar með John Gruden, þjálfara Tampa Bay Buccaneers, sem kylfusvein. Og eftirminnilegasta myndin af Daly í ár var af honum í appelsínugulum fangabúning með hálf opin augu.

Daly hefur tilkynnt að hann sé það óvinsæl auglýsing fyrir PGA tourinn að hann hefur verið settur í sex mánaða bann.

Daly, sem hefur sigrað „major“ mót tvisvar sinnum, sagði að þetta væri botninn á sínum 18 ára ferli.

„Er það sanngjarnt að ég sé settur í bann?“ spyr Daly. „Það virðist kannski að það sé sanngjarnt, en það er það ekki.“

Daly ítrekaði það við þá sem hafa stutt hann og við mótin á tournum að hann væri ekki að yfirgefa þau með því að spila á Evrópska túrnum. Hann hefur hreinlega ekki um annað að velja.

„Ég veit ekki hvort þetta sé besta ákvörðunin, en ég verð að vera hreinskilinn við stuðningsfólk mitt. Það er erfitt fyrir mig að spila ekki á „West Coast“. Ég elska það þar.“

Ty Votaw, talsmaður PGA Tour, gaf engin svör nema að vitna í stefnu túrsins að ræða ekki sektir eða bönn.

Þetta er í annað skipti sem Daly er settur í bann, og í a.m.k tvö önnur skipti hefur hann samþykkt að að taka sér nokkra mánaða frí í lok tímabilsins til að ná tökum á lífinu sínu.

Hann hefur ekki spilað á PGA túrnum síðan komst ekki í gegnum niðurskurðinn 17.Okt. í Las Vegas. Tíu dögum seinna var hann sóttur af lögreglunni á Hooters resturant og var látinn gista af sér mikla ölvun í fangaklefa. Þar var tekin af honum mynd í appelsinugulum fangabúning með hálfopinn augu. Sú mynd hefur verið gríðarlega vinsæl á Internetinu.

Daly hefur verið að ná sér af mörgum meiðslum, og náði einungis 5 niðurskurðum í 17 mótum á túrnum, og endaði í 232.sæti á peningalistanum. Hann hefur hrunið niður í 737.sæti á heimslistanum.

Daly er ekki viss hvenær bannið byrjaði, en hann vonar að því ljúki í Maí. Hann segir að formaður PGA túrsins, Tim Finchem, hafi sent bréf til umboðsmanns síns Bud Martin, sem hafi sagt sér fréttirnar.

„Tim og starfsfókið hans gerir það sem það gerir.“ segir Daly. „Í hreinskilni sagt þá myndi ég óska þess að Tim myndi kynna sér staðreyndirnar áður en hann tekur ákvörðun. Ég myndi hafa gaman af því að setjast niður með honum og ræða málin, segja honum hvað gerðist í alvöru. En fólk túlkar það sem það heyrir sem sannleikann, og stundum verða þeir að gera það sem þeir verða að gera“.

Martin segir að bannið endi í vor, en bætir við að þetta sé trúnaðarmál hjá PGA tournum, en að Daly hafi viljað að stuðningsfólk fengi að vita sannelikann og að hann hafi viljað spila á mótaröðinni, en geti það ekki.

Daly vonast til að snúa ferli sínum við í ár og spila nægjanlega vel til að verða boðið í mót á PGA túrnum.

„Nýársheit John’s er að gera allt sem hann getur til að láta jákvæða hluti gerast á golfvellinum,“ segir Martin. „Ég vona að hann geti staðið við það. Hann mun þurfa að leggja mikið á sig og forðast vandræði og standa sig á vellinum“.

Daly verð heimsfrægur þegar hann vann PGA Championship 1991 á Crooked Stick vellinum þegar hann var upprunalega níu sætum frá því að komast í mótið. Þar kynnti hann heiminn fyrir „grip it and rip it“ stílnum sínum og fjórum árum seinna vann hann British Open á St. Andrews. En Daly hefur þurft að fara tvisvar sinnum í meðferð, verið giftur fjórum sinnum, tapað gríðarlega í fjárhættuspilum og gert margt annað utan golfvallarins sem hefur leitt til þess að hann er orðið gríðarlega umtalaður.

Þegar Daly er spurður afhverju hann var settur í bann á þessu ári, þá nefnir hann fjögur atriði. Eftir hlé vegna rigningar, þá kom hann úr leikmanna tjaldinu með Grudgen sem kylfusvein síðustu sjö holurnar á hringnum, og við það hætti Butch Harmon að kenna honum.

„Markmið mitt handa honum var að hann þurfti að sína mér að golf var mikilvægast í lífinu hans,“ sagði Harmon. „En honum finnst mikilvægast að vera fullur.“

Þegar Daly var að auglýsa golfvöll í Missouri, þá mætti hann í viðtal í einungis bláum gallabuxum – engri skyrtu, engum skóm – og sýndi hvernig á að spila eina af holum vallarins. Í pro-am-inu fyrir Buick Open, þar sem Daly spilaði með Kid Rock, þá drævaði Daly af bjórdollu.

Mesta athygli fékk Daly þegar hann gisti í fangaklefa. Daly sagði að vinir hans hefðu hringt í lögregluna þegar þeir héldu að hann hefði drepist áfengisdauða, en segir að hann sofi með augun hálf opin þegar hann fái sér að drekka.

„Myndin hjálpaði ekki,“ segir Daly. „Fólk heldur að ég hafi verið handtekinn, en það er ekki rétt. En ég verð bara að takast á við það og halda áfram. Hver sem ástæða toursins er, þá kemur vonandi eitthvað jákvætt út úr þessu“.

David Feherty, sem er einn vinsælasti lýsandi CBS Sports, og er óvirkur alkahólisti, sagði eftir að Daly svaf í fangaklefa að hann vonaðist til þess að hann fengi hjálp.

„Hann er gjafmildasta og ljúfasta sál sem ég þekki,“ segir Feherty. „Sögurnar af gjafmildi hans eru víðfrægar. Eina manneksjan sem hann hefur verið vondur við er hann sjálfur.“

„I augnablikinu á ég heima á Evrópu tournum, og ég elska evróputúrinn og hef alltaf gert. En ég á heima í Bandaríkjuum og ég vildi helst spila þar“ segir Daly.

Hann segir að umtalið undanfarið hafi kostað sig marga stuðningasaðila. Hann er bara með samning við Focus Golf systems, sem hann gerði 15-ára samning við 2006 um að selja kylfurnar þeirra í Wal-Mart; og við Fly Emirates, sem borga ferðakostnaðinn þegar hann spilar í Abu Dhabi Championship, Qatar Masters og Dubay Desert Classic í janúar.

„Þetta er búið að vera hræðilegt ár“ segir Daly í viðtali sem var tekið á gamlársdag. „Bara einn dagur eftir.“

Auglýsingar


Daly gefur settið sitt
26.12.2008, 6:48 e.h.
Filed under: JOHN DALY FRÉTTIR
Auðlingurinn John Daly

Jónatan Dalamaður

Það voru tveir frá Sydney sem muna sérstklega vel eftir John Daly eftir síðustu viku, báðir eiga einstaka minjagripi. Einungis annar af þeim komst á forsíðurnar.

Löngu áður en Daly komst á forsíðurnar fyrir að kasta myndavél í tré, þá mætti hann á Royal Sidney Golf Club að leita að smá aðstoð.

Það var sunnudagskvöld og það þurfti að laga kylfurnar hans Daly. Það hafði verið sett ný leðurgrip á kylfurnar fyrir Masters í Melbourne og Daly fannst gripin ekki vera góð í hitanum, þannig hann hringdi í Pro Shop-ið í Royal Sidney.

Starfsmaður í þjálfun Tom Vantol svaraði símtalinum.
„Gripin voru hræðileg því að hann svitnaði svo mikið,“ sagði Vanton, 20 ára. „Hann flaug hingað um sunnudagskvöldið og við eyddum nokkrum klukkutímum saman í viðgerðar herberginu, að laga kylfurnar hans. Hann beygði kylfurnar yfir lærinu á sér… og keypti tvo púttera í versluninni.“

Stór maður með stórar krumlur, Daly lét unga starfsmanninn setja eldrauð grip á Mizuno járnin sín. „Það eru átta pappírs vafningar undir þeim, og þau eru midsize, þannig þetta er eins og að halda utan um krikket kylfu“ segir Vantol. Þeir eru fljótt góðir félagar.

„Hann er bara venjulegur gaur. Við töluðum um allt… golf, konur og slógum á létta strengi. Við hengum saman alla vikuna.“

Reykjandi Marlboro á æfingarflötinni, þá lofaði Daly Vantol æfingarhring ef hann næði að spila sig inní Australian Open á mánudeginum. Hann náði því ekki, en Vantol eyddi miðvikudeginum sem kylfsveinn í hollinum á undan Daly og þeir spjölluðu þegar þeir hittust.“

Þetta var draumur fyrir Vantol, sem hefur alltaf dreymt um að komast á tourinn. Þarna var hann að hanga með átrúnaðargoðinu sínu, sjálfum John Daly, sem er uppáhaldið hans í Playstation 3 golf leiknum sínum.

Áður en að Daly fór heim frá Ástralíu, þá kíkti hann á Vantol. Hann áritaði skyrtur og tölvuleikinn hans – „skrifaði þvert yfir andlitið á Tiger Woods“. Daly endaði svo á því að gefa honum settið sitt sem þeir höfðu lagað og sagði að ef hann væri einhvern tímann í nágreninu hans þá þyrfti hann að kíkja í heimsókn og fá sér nokkra kalda. Vantol segist byrjaður að spara fyrir ferðinni.