Golfheimur.wordpress.com


MIKKI REFUR FÆR NÝJA DRIVERINN SAMÞYKKTAN
4.2.2009, 1:18 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR

Phil Mickelson hefur enn ekki notað nýjasta Callaway FT-9 driverinn í móti vegna þess að útgáfan hans hefur ekki fengið samþykki hjá USGA, en það breyttist loks í gær. Örvhenti FT-9 hausinn sem Phil notar er ólíkur öðrum af því leitinu til að hann er með „hosel“, sem þýddi það að USGA þurfti að skoða hann sérstaklega. Phil segir að slæmu höggin sín með FT-9 séu miklu betri en með eldri FT-5 drivernum.

Mickelson skipti úr Project X sköftum í járnunum sínum yfir í KBS Tour sköft í vetur. Hann mætti líka með nýtt skaft í drivernum í FBR open, kominn í Accra XE80 skaft, en hafði áður notað Mitsubishi Diamana lengi. Kauði er einnig byrjaður að nota GolfPride New Decade MultiCompound grip, en hefur notað Royal Grip Sand Wrap gripin mjög lengi. Allar þessar merkilegu nýjungar og hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn í FBR open. Dave Pelz hefur enn trú á sínum manni og heldur fram að hann eigi eftir að brillera í ár. Spurning hvort refurinn eigi eftir að dusta af sér ryðið og mæta sterkur í Buick Invitational.

.

Auglýsingar


SETTIÐ HANS ADAMS SCOTT TÝNIST
22.1.2009, 1:19 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR
ADAM SCOTT

ADAM SCOTT

Adam Scott, sem á titil að verja í Qatar Masters, mun ekki geta æft sig neitt fyrir mótið að þessu sinni, því að settið hans týndist á leiðinni frá Hawaii. Adam segist hafa púttað feikivel í Hawaii með glænýjum sérsmíðuðum pútter, og vonast því til að settið eigi eftir að skila sér fyrir mótið. Hann gékk völlinn í stað fyrir að taka æfingahring.

Qatar Masters er eitt stærsta mót ársins, einungis Major mótin, World Golf mótin og BMW PGA mótið eru gefa meiri stig á heimslistanum.TADD FUJIKAWA STENDUR SIG Á SONY OPEN
18.1.2009, 1:05 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR
HOBBITINN FRÁ HAWAII

HOBBITINN FRÁ HAWAII

Heimamaðurinn Tadd Fujikawa spilaði á 62 höggum á þriðja degi í Sony Open á Hawaii og er co-leader eins og er. Fujikawa náði niðurskurðinum á Sony Open í Hawai fyrir tveimur árum og var þar með næst yngsti kylfingurinn til að ná niðurskurð í sögu toursins, nýorðinn sextán ára. Hann er er minnsti keppandinn í Sony mótinu núna, eins og oftast þegar hann tekur þátt, 155cm á hæð. Smæð hans er að hluta til vegna þess að hann fæddist þrem mánuðum of fljótt.

Fujikawa hefur líka mikið verið í fjölmiðlum vegna þeirra leiðinda að pabbi hans, Derrick Fujikawa, var tekinn í fyrra með eiturlyf og hefur lengi glímt við fíkniefnavandamál.FEITT SKÚBB – KATE HUDSON OG ADAM SCOTT AРMIXA
17.1.2009, 7:34 e.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR

Hollywood tuttlan og leikkonan Kate Hudson(dóttir Goldie Hawn og fósturdóttir Kurt Russel), sem hefur öðlast jafn mikla frægt undanfarið fyrir að vera laus í brókinni eins og fyrir leik sinn, hefur víst núna nælt sér í Adam Scott.

Myndir af þessu hressilega pari að spóka sig á ströndinni má sjá HÉR.HVERSU MIKIÐ FÁ ATVINNUMENNIRNIR FYRIR LOGOIN?
15.1.2009, 6:49 e.h.
Filed under: SPRELL&MAGNAÐ, TOUR FRÉTTIR

logo1Þeir sem fylgjast með John Daly hafa tekið eftir að hann er eins og gangandi auglýsingarskilti, öll pláss eru nýtt til að auglýsa. Slíkar auglýsingar hafa aðalega tíðkast hjá þeim sem keppa í kappakstri hingað til, en nú er þetta að færast yfir í golfið. Kylfingarnir kvarta ekki, enda miklar peningar í húfi, þá bæði fyrir reynsluboltana á tournum og nýgræðingana, sem eru oft hissa þegar þeir komast af því að þeir geta grætt meira að hafa logo á sér heldur en á golfinu sínu. Virði logoa geta svo margfaldast ef þeir standa sig vel í major mótunum.

Hérna eru nokkrar upphæðir til að gefa góða hugmynd á hversu mikið kylfingarnir eru að fá. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort það verða fleiri kylfingar með ómerkta kraga núna í kreppunni.


Derhúfa
($75,000+ eða 9.7 milljón krónur+)

Margir kylfingar eru með derhúfuna sem part af kylfu-bolta-poka samningnum sínum. Það er þumalputtaregla að helmingurinn af þeirri upphæð er fyrir logoið á derhúfunni. Logoið á derhúfunni hjá Tiger er hluti af $29 milljón árlegum fatasamning hjá Nike. Luke Donald fær $1 milljón árlega fyrir að vera með Mizuno logo á derinu, sem gæti fjórfaldast ef hann sigrar á Masters. Kylfingar fá u.þ.b. helmingi minna fyrir logo á hliðinni á derhúfunni og einn tíunda fyrir logo aftan á hana.

Hægri ermin
($10,000-$1 million eða 1,3 milljón krónur-13 milljón krónur)

Þessi ermi er minna virðist sen sú vinstri því hún birtist lengur í sjónvarpinu. Sumir vilja þó frekar hafa logoið sitt þarna því það sést í follow througinu á sveiflunni. Þetta er hins vegar milljón dollara ermin hjá Phil Mickelson.

Brjóstvasinn
($25,000+ eða 3,2 milljón krónur+)

Frábær staður til að auglýsa. Luke Donald og John daly fá u.þ.b. $250.000 fyrir logo á brjóstvasanum.

Skór ($10,000 til $30,000 eða 1,3 milljón krónur-3,9 milljón krónur)

Kylfingarnir fá minna fyrir skónna en margir halda, en það er augljóslega vegna þess að það taka fáir eftir hvernig skóm atvinnumennirnir eru í.

Aftan á kraganum
($650,000 eða 8,4 milljón krónur)

Jim Furyk gerði $2 milljón samning til þriggja ára við Johnnie Walker um að hafa logo aftan á kraganum. (Fyrir Johnnie Walker klæðnað – það er bannað að auglýsa sterkt áfengi.)TIGER BYRJAÐUR AРSLÁ
14.1.2009, 12:42 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR
Tiger Woods

Tiger Woods

Tiger Woods segir á heimasíðunni sinni að hann sé byrjaður að slá aftur og er búinn að spila nokkrar holur með kennara sínum Hank Haney.  Tiger hefur ekki slegið fullt högg frá því hann fór í hnéaðgerð eftir sigurinn á US Open fyrir 6 mánuðum.

Það hafa verið uppi getgátur í fjölmiðlum um hvenær hann geti hugsanlega mætt aftur til leiks og hefur þótt líklegt að hann muni verja titilinn í Accenture Match Play Championship holukeppninni í lok febrúar. Tiger vill ekkert segja til um hvenær hann mætir aftur til leiks, en stefnir á að vera við fulla heilsu í Masters mótinu í apríl.Golf myndir ársins 2008 hjá Sports Illustrated
26.12.2008, 8:19 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR

HÉR eru þær myndir sem Sport’s Illustrated hefur valið sem golfmyndir ársins 2008. En klárlega er ÞETTA lang flottasta mynd ársins.