Golfheimur.wordpress.com


FEITT SKÚBB – KATE HUDSON OG ADAM SCOTT AРMIXA
17.1.2009, 7:34 e.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR

Hollywood tuttlan og leikkonan Kate Hudson(dóttir Goldie Hawn og fósturdóttir Kurt Russel), sem hefur öðlast jafn mikla frægt undanfarið fyrir að vera laus í brókinni eins og fyrir leik sinn, hefur víst núna nælt sér í Adam Scott.

Myndir af þessu hressilega pari að spóka sig á ströndinni má sjá HÉR.

Auglýsingar


HVERSU MIKIÐ FÁ ATVINNUMENNIRNIR FYRIR LOGOIN?
15.1.2009, 6:49 e.h.
Filed under: SPRELL&MAGNAÐ, TOUR FRÉTTIR

logo1Þeir sem fylgjast með John Daly hafa tekið eftir að hann er eins og gangandi auglýsingarskilti, öll pláss eru nýtt til að auglýsa. Slíkar auglýsingar hafa aðalega tíðkast hjá þeim sem keppa í kappakstri hingað til, en nú er þetta að færast yfir í golfið. Kylfingarnir kvarta ekki, enda miklar peningar í húfi, þá bæði fyrir reynsluboltana á tournum og nýgræðingana, sem eru oft hissa þegar þeir komast af því að þeir geta grætt meira að hafa logo á sér heldur en á golfinu sínu. Virði logoa geta svo margfaldast ef þeir standa sig vel í major mótunum.

Hérna eru nokkrar upphæðir til að gefa góða hugmynd á hversu mikið kylfingarnir eru að fá. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort það verða fleiri kylfingar með ómerkta kraga núna í kreppunni.


Derhúfa
($75,000+ eða 9.7 milljón krónur+)

Margir kylfingar eru með derhúfuna sem part af kylfu-bolta-poka samningnum sínum. Það er þumalputtaregla að helmingurinn af þeirri upphæð er fyrir logoið á derhúfunni. Logoið á derhúfunni hjá Tiger er hluti af $29 milljón árlegum fatasamning hjá Nike. Luke Donald fær $1 milljón árlega fyrir að vera með Mizuno logo á derinu, sem gæti fjórfaldast ef hann sigrar á Masters. Kylfingar fá u.þ.b. helmingi minna fyrir logo á hliðinni á derhúfunni og einn tíunda fyrir logo aftan á hana.

Hægri ermin
($10,000-$1 million eða 1,3 milljón krónur-13 milljón krónur)

Þessi ermi er minna virðist sen sú vinstri því hún birtist lengur í sjónvarpinu. Sumir vilja þó frekar hafa logoið sitt þarna því það sést í follow througinu á sveiflunni. Þetta er hins vegar milljón dollara ermin hjá Phil Mickelson.

Brjóstvasinn
($25,000+ eða 3,2 milljón krónur+)

Frábær staður til að auglýsa. Luke Donald og John daly fá u.þ.b. $250.000 fyrir logo á brjóstvasanum.

Skór ($10,000 til $30,000 eða 1,3 milljón krónur-3,9 milljón krónur)

Kylfingarnir fá minna fyrir skónna en margir halda, en það er augljóslega vegna þess að það taka fáir eftir hvernig skóm atvinnumennirnir eru í.

Aftan á kraganum
($650,000 eða 8,4 milljón krónur)

Jim Furyk gerði $2 milljón samning til þriggja ára við Johnnie Walker um að hafa logo aftan á kraganum. (Fyrir Johnnie Walker klæðnað – það er bannað að auglýsa sterkt áfengi.)TIGER BYRJAÐUR AРSLÁ
14.1.2009, 12:42 f.h.
Filed under: TOUR FRÉTTIR
Tiger Woods

Tiger Woods

Tiger Woods segir á heimasíðunni sinni að hann sé byrjaður að slá aftur og er búinn að spila nokkrar holur með kennara sínum Hank Haney.  Tiger hefur ekki slegið fullt högg frá því hann fór í hnéaðgerð eftir sigurinn á US Open fyrir 6 mánuðum.

Það hafa verið uppi getgátur í fjölmiðlum um hvenær hann geti hugsanlega mætt aftur til leiks og hefur þótt líklegt að hann muni verja titilinn í Accenture Match Play Championship holukeppninni í lok febrúar. Tiger vill ekkert segja til um hvenær hann mætir aftur til leiks, en stefnir á að vera við fulla heilsu í Masters mótinu í apríl.Er golfboltinn þinn skakkur?
11.1.2009, 3:57 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Fæstum hefur dottið í hug að þegar þeir klúðra pútti, að þá gæti það verið boltanum að kenna. Ástæðan er sú að golfboltar eru ekki alltaf í fullkomnu jafnvægi. Vegna þess að coverin, kjarninn og önnur lög í boltanum eru ekki af sama þunga og þéttleika, að þá verður boltinn úr jafnvægi ef eitthvað af þessu er ekki mótað nákvæmlega í miðjunni. Þetta á sérstaklega við ódýrari bolta, því dýrustu boltarnir fara í gegnum röntgen lýsingu til að tryggja að kjarninn sé í miðjunni, en það skal það þó ekki útiloka að þeir séu skakkir heldur.

BEINN BOLTI

BEINN BOLTI

Það er til góð og einföld aðferð til að sjá hversu gott jafnvægi er á boltanum þínum. Það eina sem þú þarft er lítið ílát, salt, heitt vatn og tússpenna. Byrjaðu á því að fylla ílátið af heitu vatni, settu golfboltann í, bættu við salti þangað til boltinn fer að fljóta(þarf talsvert magn). Snúðu boltanum og bíddu þar til hann er orðinn kyrrstæður, merktu þá hliðina sem stendur beint upp með tússinum. Snúðu þá boltanum aftur, og ef að sama hliðin sem þú merktir stendur aftur beint upp úr vatninu, þá er boltinn þinn skakkur. Ef að hann hrekkur fljótt upp á sömu hlið, að þá borgar sig ekki að spila þeim með bolta. Ef hann endar á sömu hliðinni en gerir það mjög hægt, púttaðu þá alltaf með punktinn sem þú tússaðir beint upp í loftið.

Robot-test hafa  margsýnt að “skakkir” golfboltar geta haft slæm áhrif á púttin. Ralph Maltby notar pútt róbotann til að sýna nemendunum sínum og atvinnumönnum sem koma í heimsókn þetta, kemur víst öllum mjög á óvart hversu skakkt slæmu boltarnir rúlla.
Vegna bakspunans í öðrum höggum en púttum þá „leiðréttir“ boltinn sig fljótt og snýst á rétta hlið, en flugið getur þó skekkst í byrjun með bolta úr jafnvægi.

HÉR má sjá myndband á netinu af meistara Ralph Maltby gera þetta bolta test.

Það er einnig hægt að nota gismóa eins og Sweet Spot Finder til að finna á hvaða hlið boltinn skal best snúa. Gallinn við þessa aðferð er að hún finnur þá hlið á öllum boltum, og segir manni því ekki til um hversu vel eða illa boltinn er balanseraður. Þeir boltar sem eru ónothæfir hegða sér eins og góðir boltar.Fimm nýir golfboltar
10.1.2009, 6:20 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR
5 NÝJIR BOLTAR

5 NÝJIR BOLTAR

Golf.com er umfjöllun með fimm nýjum golfboltum. Bridgestone, Nike, Callaway, Srixon og Wilson allir með glænýja bolta.
Srixon Z-Star boltinn hefur verið að gera það feikigott á tournum undanfarið. Vijay Singh, Tim Clark og Henrik Stenson allir búnir að landa sigri með honum.

Smelltu HÉR til að sjá grein.Liquidmetal demo ávalt hressandi
10.1.2009, 12:44 f.h.
Filed under: SPRELL&MAGNAÐ
Hinn magnaði málmur

LIQUIDMETAL

Magnað demo sem Liquidmetal notaði á heimasíðunni sinni og í golfbúðum til að auglýsa kylfurnar sínar. Þrjár stállegur voru látnar detta á yfirborð úr stáli, títaníum og úr Liquidmetal.  Magnað að sjá hvað legan skoppar lengi á Liquidmetal og ótrúlegt að hlusta á hana í skoppa í endann.  Smelltu HÉRNA til að sjá video klippuna.
Nota bene eru Liquidmetal hættir að gera golfkylfur í dag og er málmurinn ekkert notaður í golfi, en videoið hressir engu að síður.Afhverju golfbolti fer lengra í röku lofti en þurru
8.1.2009, 12:11 e.h.
Filed under: GOLF GRÆJUR & FRÓÐLEIKUR

Þéttleiki er reiknaður sem massi deildur með rúmmáli (m/V). Þéttleiki eykst af massi eykst og rúmmál er hið sama eða ef rúmmál minnkar og massi er sá sami.

Þéttleiki lofts breytist ef hitastig eða rakastig loftsins breytist. Þegar hitin eykst, þá þennst loftið út vegna meiri hreyfingar á atómunum og því minnkar þéttleikinn.

Magn raka í loftinu hefur líka áhrif á þéttleikann. Vatnsgufa er létt sem gas sambaborið við súrefnis sameind eða köfnunarefnis sameind. Því meiri sem rakinn er í lofti, því minna verður af súrefni og köfnunarefni í loftinu og því minnkar þéttleikinn vegna þess að massinn minnkar.

Súrefni og köfnunarefni eru tvö auðugustu frumefnin í veðrahvolfinu. Súrefni er með atómmassann 16 og köfnunarefni 14. Bæði þessi efni finnast í sameindarformi(O2 og N2) í veðrahvolfinu og er því sameindamassi súrefnis 32 og köfnunarefnis 28.

Vatnsgufa (H2O) er samansett úr einu súrefnis atómi og tveim vetnis atómum. Vetni er léttast allra frumefna með atómmassann 1 og súrefni 16, þannig að massi vatnsgufu er 1+1+16=18. Með atómmassann 18, þá er vatnsgufa léttari en súrefnis sameind(32) og köfnunarefnis sameind(28). Undir sama hita og skilyrðum, því meiri vatnsgufa sem kemur í stað fyrir hinar lofttegundirnar, því minni verður þéttleiki loftsins.

Fólk heldur oft að rakt loft sé þéttara en þurrt, aðalega vegna þess að það getur verið erfiðara að anda í mjög röku lofti, en staðreyndin er sú að þurrt loft er þéttara. Þetta veldur því að golfbolti fer ögn lengra í röku lofti en þurru. Hæð yfir sjávarmáli og hitastig hafa þó mun meiri áhrif en rakastigið.